Um okkur
Allar stærðir eru sexí - Hversdags þarf ekki að vera leiðinlegt
The Mistress er undirfataverslun staðsett á annarri hæð í Firðinum, vinalegu verslunarmiðstöðinni í hjarta Hafnarfjarðar, sem leitast við að bjóða upp á falleg undirföt í fjölbreyttum stærðum fyrir ungar konur.
Sagan okkar :
Við eigendurnir höfum oft átt erfitt með að versla á okkur undirföt sem við fíluðum - annað hvort röng stærð, ömmulúkkið eða allt of dýrt - svo við ákváðum að opna búð sem við vildum sjálfar versla í. Í september 2019 varð það að veruleika og við opnuðum verslun með fallegum vörum í alls konar stærðum.
Að vera í fallegum undirfötum getur gefið manni styrk og sjálfstraust til að takast á við daginn þó að enginn annar sjái þau. Við reynum að vera bæði með praktískar vörur fyrir hversdags notkun en líka með ögrandi vörur eins og opna brjóstahaldara og kloflausar nærbuxur.
Markmið okkar er að skapa skemmtilegt verslunarumhverfi þar sem vinkvennahópur gæti komið og allar fundið eitthvað á sig óháð stærð. Það hefur stundum reynst áskorun að finna vörur sem ná allan skalann í stærðum en við erum í stöðugri þróun og erum alltaf að vinna að því að gera búðina persónulegri og betri. Við viljum að okkar viðskiptavinum líði vel og við reynum að skapa umhverfi þar sem viðskiptavinir treysti okkur til að aðstoða þá.
Okkar þjónusta :
Við stærum okkur af því að vera með persónulega þjónustu og við leggjum okkur fram við að okkar viðskiptavinir labbi út ánægðir með kaupin sín.
Við bjóðum upp á ókeypis mælingar til að tryggja að allir sem versli hjá okkur fái sem besta stærð. Við þekkjum það af eigin reynslu hvað er frelsandi að vera í vel mældum haldara en haldari sem er of víður eða of lítill getur valdið miklum óþægindum og aftrað manni í daglegu lífi.
Er varan ekki til í þinni stærð? Hægt er að senda okkur skilaboð og fara á biðlista hjá okkur. Þá sendum við sms þegar varan er komin en það er engin skuldbinding til að kaupa hana. Það er líka hægt að forpanta vöruna og greiða fyrirfram og þá er varan þín um leið og hún lendir hjá okkur.
Viltu fá að vita af sérstökum tilboðum og fá tilkynningu þegar nýjar vörur berast? Hægt er að skrá sig á póstlista hér neðst á netsíðunni og þá missirðu aldrei af neinu.
Hvaðan kemur nafnið?
The Mistress er gamalt orð með fjöldamargar merkingar sem vísa flestar í konur sem hafa ýmist mikla þekkingu, vald eða status. Auk þess hefur orðið merkingar sem tengjast ástarsamböndum og kynlífi. Því fannst okkur nafnið tilvalið fyrir okkar verslun sem er mitt á milli þess að vera venjuleg undirfataverslun og kynlífsfataverslun.
Definition of mistress
1:
2 :
3:
something personified as female that rules, directs, or dominates
4:
5:
a title prefixed to the name of a married or unmarried woman