Frí sending á pöntunum yfir 10.000kr.

Um okkur

 Allar stærðir eru sexí  -  Hversdags þarf ekki að vera leiðinlegt 

 

Sagan okkar :

The Mistress er undirfataverslun sem selur korselett, waist trainera, undirföt og fylgihluti. Innblásturinn að búðinni var að við eigendurnir höfum oft átt erfitt með að versla á okkur undirföt sem við fíluðum svo við ákváðum að opna búð sem við vildum sjálfar versla í. Í september 2019 varð það að veruleika og við opnuðum verslun með fallegum vörum í alls konar stærðum í Firðinum í Hafnarfirði ásamt netverslun. Nú erum við einungis með netverslun en við lokuðum verslunarrýminu í lok maí 2023.

Að vera í fallegum undirfötum getur gefið manni styrk og sjálfstraust til að takast á við daginn þó að enginn annar sjái þau. Við reynum að vera bæði með praktískar vörur fyrir hversdags notkun en líka með ögrandi vörur eins og opna brjóstahaldara og kloflausar nærbuxur. 

Markmið okkar var að skapa skemmtilegt verslunarumhverfi þar sem vinkvennahópur gæti komið og allar fundið eitthvað á sig óháð stærð. Það hefur stundum reynst áskorun að finna vörur sem ná allan skalann í stærðum en við erum í stöðugri þróun og erum alltaf að vinna að því að gera búðina persónulegri og betri. Við viljum að okkar viðskiptavinum líði vel og við reynum að skapa umhverfi þar sem viðskiptavinir treysti okkur til að aðstoða þá. 

 

Okkar þjónusta :

Við stærum okkur af því að vera með persónulega þjónustu. 

Það er hægt að senda okkur skilaboð til að fá aðstoð við stærðarmælingar. Við þekkjum það af eigin reynslu hvað er frelsandi að vera í vel mældum haldara en haldari sem er of víður eða of lítill getur valdið miklum óþægindum og aftrað manni í daglegu lífi. 

Er varan ekki til í þinni stærð? Hægt er að senda okkur skilaboð og fara á biðlista hjá okkur. Þá sendum við sms þegar varan er komin. Það er líka hægt að forpanta vöruna og greiða fyrirfram og þá er varan þín um leið og hún lendir hjá okkur. 

Viltu fá að vita af sérstökum tilboðum og fá tilkynningu þegar nýjar vörur berast? Hægt er að skrá sig á póstlista hér neðst á netsíðunni og þá missirðu aldrei af neinu.  

 

Hvaðan kemur nafnið?

The Mistress er gamalt orð með fjöldamargar merkingar sem vísa flestar í konur sem hafa ýmist mikla þekkingu, vald eða status. Auk þess hefur orðið merkingar sem tengjast ástarsamböndum og kynlífi.  Því fannst okkur nafnið tilvalið fyrir okkar verslun sem er mitt á milli þess að vera venjuleg undirfataverslun og kynlífsfataverslun. 

mis·​tress | \ ˈmi-strəs  

Definition of mistress 

1: 

kona sem hefur vald, heimild, eða eignarhald, t.d. 
a: húsfreyja
b: kona sem ræður eða hefur umsjón með þjónum
c: kona sem hefur eða á eitthvað, eða stýrir einhverju
d: kona sem hefur yfirumsjón með skóla eða annarri starfsstöð 
e: kona af skoskri aðalsætt sem hefur sambærilega stöðu og meistari

2 : 

a: kvenkyns kennari
b: kona sem hefur náð mikillri færni eða leikni á ákveðnu sviði
c: kona sem þykir sérstaklega merkileg fyrir eitthvað

3: 

eitthvað sem er persónugert sem kvenkyns sem stjórnar, stýrir eða drottnar

4: 

a: önnur kona en eiginkona manns sem kvæntur maður á í framhaldandi kynferðislegu sambandi við 
b : (gamaldags) : ELSKAN

5: 

titill sem kemur fram við nafn giftrar eða ógiftrar konu (sambærilegt við mister)         

6: 

dominatrix
(merriam-webster.com)