Stærðatöflur
Hér eru ítarlegar leiðbeingingar við að finna réttu stærð.
Nokkur ráð fyrir þá sem eru að versla sér brjóstahaldara :
Það eru til nokkur kerfi til af brjóstahaldarastærðum eftir því hvaðan vörur koma. Ef þú ert að reyna að versla út frá stærð sem þú átt heima er mikilvægt að vera meðvitaður um í hvaða kerfi stærðin var gefin upp. Hér er tafla sem sýnir heiti sambærilegra skálastærða í helstu kerfunum.
Að finna réttu bandstærð :
Takið eins þrönga bandstærð og þið komist þægilega í. Það tryggir það að haldarinn haldist í stað og minnkar möguleg óþægindi. Passið að hann sé kræktur í víðustu stillingu svo sé hægt að þrengja hann í framtíðinni.
Til að mæla bandstærð er tekin þröng mæling utan um brjóstkassann fyrir neðan brjóstin.
Ef mælt er í sentimetrum er námundað niður að næstu tölu sem er margfeldi af 5.
Dæmi : mælt 79 cm = undirband 75
Ef mælt er í tommum þarf bæta við 3 ef að var oddatala og 4 ef að var slétt tala.
Dæmi : mælt 36 tommur = 36+4 = undirband 40
mælt 35 tommur = 35+3 = undirband 38
Að mæla skálastærð :
Til að mæla skálastærð er tekin nokkuð laus mæling utan um víðasta hluta brjóstanna.
Síðan er undirbandstærðin dregin frá brjóstamælingunni og út frá þeirri tölu er hægt að finna réttu skálastærð í töflunni hér fyrir neðan.
Dæmi : Mælt 77 cm undir brjóstin = 75 cm undirbandstærð
Mælt 82 cm yfir brjóstin
Skálastærð = 82 - 75 = 7 cm = C
Svo stærðin er þá 75 C
Sambærilegar stærðir :
Fyrir hverja brjóstahaldarastærð eru til systrastærðir, þ.e.a.s. brjóstahaldarar með sömu skálastærð en aðra breidd á bandinu. Fyrir hverja bandstærð sem maður fer niður þarf að auka skálastærðina um einn og öfugt.
Til dæmis, ef þú mátar 36E en vilt fá þrengri haldara með sömu skálastærð tekurðu 34F. Ef haldarinn var hins vegar of þröngur þarf að auka bandstærðina en minnka skálastærðina, þá færi maður úr 36E yfir í 38D.
Til að finna bestu systrastærðirnar fyrir þig skaltu finna þína stærð í töflunni fyrir neðan. Stærðirnir sem liggja beint til vinstri og hægri eru bestu systrastærðirnar fyrir þig. Allar stærðir sem liggja í sömu lágréttri línu eru með sömu skálastærð.
Skálastærðir gefnar upp í EUR / USA / UK.
Stærðatöflur
Bluebella Stærðatöflur
Gorteks Stærðatöflur
Samfellur og Fatnaður
Hér er grein með hjálplegum ráðum til að versla sér brjóstahaldara : https://www.rd.com/list/bra-fixes/