
Push-up brjóstahaldari sem ýkir skoruna. Það fylgja með auka hlírar og glært band á bakið. Það eru krókar sitt hvoru megin við bakbandið og því hægt að stilla breiddina meira en á hefðbundnum brjóstahöldurum. Hægt er að binda hann að framan til að draga brjóstin saman.
Stærðir miðast við bandstærð en það er mikið svigrúm með lengdina á bandinu svo haldarinn hentar vel fyrir systrastærðir. :) Mælingar fylgja fyrir neðan en ef þú ert óviss með stærðina skaltu taka stærðina fyrir ofan.
32 : undirband 68-73 cm, brjóst 82-86 cm
70B (systrastærðir 75A / 65C)
34: undirband 73-77 cm, brjóst 86-90 cm
75B (systrastærðir 80A / 70C)